Hinsegin, trans og hán?

Öll erum við allskonar en eigum það þó sameiginlegt að vera einfaldlega eins og við erum. Sumu fólki finnst hinseginleikinn framandi og þess vegna útbjuggum við þetta fræðslupróf þar sem hægt er að spreyta sig á ýmsum hugtökum hinseginleikans og tengdum pælingum.

Endilega spreyttu þig og þú átt möguleika á að vinna 20.000 króna gjafabréf á Fiskmarkaðinn.

Besta leiðin til að styðja við hinsegin ástvin er að klappa honum á öxlina og segja að allt verði í lagi.

Eftir að lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt er hægt að skrá sig hvorki sem karl né konu heldur „kynsegin/annað“ – táknað X á skilríkjum.

Trans kona er kona sem var fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en er kona.

Hinsegin fólki er skylt að skilgreina sig meira heldur en einungis segja „Ég er hinsegin.“

Orðin „Kvár“ og „hán“ merkja það sama.

Öráreitni (e. microaggression) er notað yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi og niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Dæmi um öráreitni er t.d. þegar einhver segir: ,,Ég hefði bara aldrei trúað því að þú værir hommi. Þú ert svo karlmannlegur.”